Stórfenglegur Butler tryggði Miami oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 10:00 Leikmenn Boston Celtics áttu ekki roð í Jimmy Butler í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum. Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti