Miskunnsamur borgari reyndi sitt besta í dag til að koma í veg fyrir að andafjölskylda yrði síðdegisumferðinni á Miklubrautinni að bráð.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem tekið er fram að harmleikur hafi orðið á Miklubrautinni síðdegis, þegar andafjölskylda, strunsaði þvert yfir Miklubrautina.
„Miskunnsamur borgari reyndi sig við umferðarstjórnun á vettvangi, en þrátt fyrir bestu viðleitni varð ein andanna fyrir bifreið og lést,“ segir í færslu lögreglunnar.
Sérþjálfaður bifhjólaliði lögreglunnar var sendur á vettvang til að stjórna umferðinni, til að koma í veg fyrir að fleiri endur yrðu umferðinni að bráð.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira