Sport

Bein útsending: Hvernig á að fjölga fólki af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Málþingið hefst klukkan 09:00.
Málþingið hefst klukkan 09:00. umfí

Vísir er með beina útsendingu frá málþinginu „Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum.“

Hvernig á að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga því í skipulögðu íþróttastarfi?

Leitað verður svara við þessari mikilvægu spurningu á málþinginu „Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum,“ sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands standa fyrir miðvikudaginn 25. maí á hótel Nordica á milli klukkan 09:00–12:00.

Forsvarsfólk nokkurra íþróttafélaga segir þar frá því hvernig því tókst að ná til barna og ungmenna af erlendum uppruna og fjölgað þeim í skipulögðu íþróttastarfi auk þess sem verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ segir frá flottu verkefni í sveitarfélaginu sem er til fyrirmyndar.

Á meðal annarra fyrirlesara eru Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R&G, Jóhannes Guðlaugsson, verkefnastjóri, þjónustumiðstöðinni í Breiðholti, Ragnar Sverrisson, Dagný Finnbjörnsdóttir, Kristín Þórðardóttir og Sarah Smiley sem eru öll frá fjórum félögum, Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins og fleiri.

Aðgangur er ókeypis.

Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×