Sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 22. maí 2022 13:30 Hver hreppir krúnuna? Getty Images Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefst núna á slaginu 15:00 og það er enn þá nóg til að keppast um á flestum vígvöllum. Hér eru sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferðinni 1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira