Tæknilausnir og sjálfbærni í ferðaþjónustu Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 18. maí 2022 19:56 Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun