Körfubolti

Stuð og stemmning hjá stuðnings­mönnum Vals og Tinda­stóls

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steindi jr. og Auddi keyrðu stemmninguna upp á Ölver.
Steindi jr. og Auddi keyrðu stemmninguna upp á Ölver. vísir/hulda margrét

Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann.

Mikil og góð stemmning hefur verið á öllum leikjum úrslitaeinvígisins og það breytist væntanlega ekkert í kvöld.

Stuðningsmenn liðanna söfnuðust saman fyrir leik, hituðu raddböndin og gæddu sér á veitingum í fljótandi og föstu formi.

Valsmenn komu saman í Fjósinu á Hlíðarenda á meðan Grettismenn, stuðningssveit Tindastóls, hittist á Ölveri í Glæsibæ.

Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, kíkti á Ölver og í Glæsibæ og Fjósið á Hlíðarenda og fangaði stemmninguna. Myndir af hressu stuðningsfólki Vals og Tindastóls má sjá hér fyrir neðan.

Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19:15. Þá verða leiknum gerð góð skil á Vísi.

Þotuliðið á Ölveri.vísir/hulda margrét
Arnar Úlfur í góðum gír á Ölveri.
Hressir stuðningsmenn Tindastóls.vísir/hulda margrét
Frétta- og Valsmaðurinn Stígur Helgason með söngvatn.vísir/hulda margrét
Fjósið var þétt setið.vísir/hulda margrét
Handboltakempurnar Kristín Guðmundsdóttir og Hafrún Kristjánsdóttir í góðum félagsskap.vísir/hulda margrét
Bleiku hattarnir.vísir/hulda margrét
Og brúnu hattarnir.vísir/hulda margrét
Steindi og Auddi drukku í sig stemmninguna á Ölveri.vísir/hulda margrét
Læðan fyllir á tankinn.vísir/hulda margrét
Glatt á hjalla í Fjósinu.vísir/hulda margrét
Fjölbreytni í búningavali.vísir/hulda margrét
Gleði í Glæsibæ.vísir/hulda margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×