Körfubolti

Lög­mál leiksins: Ís­lands­tenging í NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jrue Holiday, körfuboltamaður, og Eysteinn Sigurðarson, leikari.
Jrue Holiday, körfuboltamaður, og Eysteinn Sigurðarson, leikari. Lögmál leiksins

„Það er búið að vera mjög skemmtileg þróun í gangi – Íslandstenging – í NBA,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þátturinn er á sínum stað klukkan 20.35 á Stöð 2 Sport 2.

„Jrue Holiday og hann Eysteinn (Sigurðarson) sem leikur í Last Kingdom. Þeir eru orðnir perluvinir,“ hélt Kjartan Atli áfram.

„Áhugaverða við þetta er að þeir eru allir að horfa á þessa þætti – Milwaukee Bucks liðið,“ skýtur Tómas Steindórsson inn í áður en Kjartan Atli bætir við að Jrue Holiday hafi verið spurður út í ákveðið fagn sem hann gerir en það kemur úr téðum þáttum.

„Ég held alveg öruggleg að í gegnum tíðina hafi Eysteinn verið mjög harður Milwaukee Bucks maður. Ég held að foreldrar hans eða hann hafi búið þar svo það er mjög mikil tilviljun að Bucks-liðið hafi verið að horfa á seríuna og hann er orðinn vinsælasti maðurinn hjá Bucks,“ sagði Tómas áður en klippa af Eysteini og Milwaukee Bucks var sýnd.

Brotið úr Lögmál leiksins sem og viðtal við Jrue Holiday má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Íslandstenging í NBA

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.