Betri skóli fyrir börn Arnór Heiðarsson skrifar 5. maí 2022 09:00 Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun