Er fjármálaráðherra í jarðsambandi? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar 3. maí 2022 09:31 Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30
Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun