Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 19. apríl 2022 08:01 Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun