Er fjármálaráðherra í jarðsambandi? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar 3. maí 2022 09:31 Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30
Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun