Fer fram á ómerkingu ummæla Huga og eina og hálfa milljón í miskabætur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 13:30 Hugi Halldórsson bar Srdjan Stojanovic þungum sökum í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. vísir/bára Srdjan Stojanovic, fyrrverandi leikmaður Þórs Ak. í körfubolta, fer fram á að ummæli Huga Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fram hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið. Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið.
Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira