Klikkaði á öllum skotunum sínum en breytti samt leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 14:01 Viðar Ágútsson þarf ekki að skora til að hafa mikil áhrif á leikina. Það sýndi hann í gær. Vísir/Bára Dröfn Viðar Ágústsson átti mikinn þátt í sigri Tindastólsmanna í leik tvö á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær þrátt fyrir að hafa ekki skorað eitt einasta stig í leiknum. Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins. Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira
Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira