Klikkaði á öllum skotunum sínum en breytti samt leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 14:01 Viðar Ágútsson þarf ekki að skora til að hafa mikil áhrif á leikina. Það sýndi hann í gær. Vísir/Bára Dröfn Viðar Ágústsson átti mikinn þátt í sigri Tindastólsmanna í leik tvö á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær þrátt fyrir að hafa ekki skorað eitt einasta stig í leiknum. Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins. Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira