Sport

Öruggur sex marka sigur gegn Mexíkó: Úr­slita­leikur gegn Belgíu á laugar­dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska landsliðið leikur hreinan úrslitaleik á morgun.
Íslenska landsliðið leikur hreinan úrslitaleik á morgun. Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Ísland vann öruggan 7-1 sigur á Mexíkó í þriðja leik sínum í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí sem nú fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Ísland mætir Belgíu í úrslitaleik annað kvöld um sæti í A-riðli.

Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu og fór nokkuð létt með gestina frá Mexíkó. Það segir sitt um liðsheildina í íslensku liðinu að alls skoruðu sex leikmenn mörkin sjö.

Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk á meðan þeir Alex Snær Orongan, Sölvi Freyr Atlason, Hafþór Andri Sigrúnarson, Heiðar Kristveigarson og Andri Mikaelsson skoruðu eitt mark hver.

Ísland mætir Belgíu í hreinum úrslitaleik um sæti í A-riðli 2. deildar annað kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00. Ísland má tapa leiknum með einu marki til að komast upp í A-riðil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×