Haukar taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefs klukkan 18:45 og að leik loknum er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem sérfræðingarnir rýna í það sem gerðist í leiknum.
Þá er Besta-deild karla í fótbolta farin að rúlla og klukkan 19:30 er leikur Breiðabliks og Keflavíkur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Að leik loknum tekur Stúkan svo við þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Að lokum er þátturinn Queens á sínum stað klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport.