Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. apríl 2022 22:58 Venju samkvæmt sækja fjölmargir Íslendingar í sólina á Kanaríeyjum. getty Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. Vegna þessa fylltust til að mynda stæðin við Keflavíkurflugvöll í dag. Samkvæmt upplýsingum frá íslensku flugfélögunum er sólin vinsæl auk borgarferða og er þétt bókað í flest flugin um páskana. Einnig virðist sem mörgum sem komnir eru út líði vel því þeir eru sumir nú þegar hverjir búnir að framlengja ferðir sínar um nokkra daga. Einnig er töluvert um að erlendir ferðamenn séu að koma hingað til lands um páskana. Óvenjulítil umferð Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu sé nú töluvert minni rétt fyrir páska en undanfarin ár. Hann bætir við að töluverð umferð hafi þó verið í gær og hún verið nokkuð hröð. Til að mynda hafi fimmtán ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi. „Svo það virðist vera að þeir sem hafi verið að fara út úr bænum hafi tekið forskot á sæluna og farið aðeins á undan,“ sagði Árni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mjög gott færi sé víða um land, veðurspáin ágæt og það stefni í góða páska. Hann segir að fólk sé mikið að fara norður, á Vestfirði og þá sé mikil umferð á Suðurlandsvegi þar sem fólk geri sér leið í sumarhúsabyggðir. Þá hafi ekki síst verið töluverð umferð á Reykjanesbrautinni í átt að Keflavík. „Það er hitinn sem heillar og ég skil það vel,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ferðalög Samgöngur Umferð Páskar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Vegna þessa fylltust til að mynda stæðin við Keflavíkurflugvöll í dag. Samkvæmt upplýsingum frá íslensku flugfélögunum er sólin vinsæl auk borgarferða og er þétt bókað í flest flugin um páskana. Einnig virðist sem mörgum sem komnir eru út líði vel því þeir eru sumir nú þegar hverjir búnir að framlengja ferðir sínar um nokkra daga. Einnig er töluvert um að erlendir ferðamenn séu að koma hingað til lands um páskana. Óvenjulítil umferð Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu sé nú töluvert minni rétt fyrir páska en undanfarin ár. Hann bætir við að töluverð umferð hafi þó verið í gær og hún verið nokkuð hröð. Til að mynda hafi fimmtán ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi. „Svo það virðist vera að þeir sem hafi verið að fara út úr bænum hafi tekið forskot á sæluna og farið aðeins á undan,“ sagði Árni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mjög gott færi sé víða um land, veðurspáin ágæt og það stefni í góða páska. Hann segir að fólk sé mikið að fara norður, á Vestfirði og þá sé mikil umferð á Suðurlandsvegi þar sem fólk geri sér leið í sumarhúsabyggðir. Þá hafi ekki síst verið töluverð umferð á Reykjanesbrautinni í átt að Keflavík. „Það er hitinn sem heillar og ég skil það vel,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðalög Samgöngur Umferð Páskar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira