Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Snorri Másson skrifar 12. apríl 2022 22:00 Skrifstofa Eflingar var lokuð vegna starfsmannafundar í morgun. Vísir/Sigurjón Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent