„Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. apríl 2022 22:54 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr þjálfari Valsmanna var stoltur af frammistöðu sinna manna eftir að þeir sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Hvaða tilfinningar börðust um í brjósti Finns strax eftir leik? „Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59