Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 12:28 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út. Mynd/Helgi Helgason Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. „Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira