Húsnæðisloforð ríkisstjórnarinnar: Ekkert að marka Kristrún Frostadóttir skrifar 5. apríl 2022 17:31 Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun