Rauða fjöðrin og hundar sem eru ekki gæludýr Anna Lára Steindal skrifar 2. apríl 2022 09:00 Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Dýr Hundar Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun