Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 08:55 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Ap/Thibault Camus Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti. Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti.
Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira