Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 96-88 | Valur vann í kaflaskiptum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2022 21:53 vísir/bára Valur vann 96-88 sigur þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta karla í kvöld. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og byggðu upp gott forskot í fyrri hálfleik. Þriggja stiga körfunum rigndi niður hjá heimamönnum í fyrstu tveimur leikhlutunum en 12 af 21 tilraunum Hlíðarendapilta fóru ofan í. Þar af setti Hjálmar Stefánsson fimm þrista en hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu áhlaupi undir lok þriðja leikhluta en góður kafli þeirra kom í kjölfar þess að Pétur Ingvarsson, þjálfari þeirra, var rekinn úr húsi. Þegar skammt var eftir af leikhlutanum kom Sigurður Pétursson muninum niður í einungis eitt stig, 78-77. Blikar komust svo yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-2 í upphafi fjórða leikhluta. Vörn Breiðabliks var ógnarsterk á þessum tímapunkti en það var helst Kári Jónsson sem fann leið framhjá varnarmúr Blika. Kári dró vagninn í sóknarleik Vals undir lok leiksins og var lykill að því að sigla sigrinum í höfn. Þá var Kristófer Acox einnig drjúgur á lokasprettinum. Valur komst upp að hlið Keflavíkur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa bæði 26 stig. Keflavík getur endurheimt tveggja stiga forystu sína á Val með sigri í nágrannaslag sínum við Grindavík annað kvöld. Tindastóll getur svo jafnað Val og Keflavík að stigum með því að leggja topplið deildarinnar, Þór Þorlákshöfn að velli, í leik liðanna annað kvöld. Stjarnan, sem mætir Vestra, á sama tíma er síðan ásamt Grindavík með 22 stig í sjötta til sjöunda sæti. Hjálmar: Vissum að Blikar myndu koma með áhlaup „Þetta var kaflaskipur leikur þar sem við náðum sem við náðum sem betur fer að vinna. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og leikplanið gekk mjög vel upp. Okkur grunaði að vörn Blika myndi falla af mér og Pavel og við náðum að nýta það framan af leik," sagði Hjálmar sem skoraði 21 stig fyrir Val í fyrri hálfleik. „Breiðablik er með villt lið, þegar þeir detta í stuð geta þeir hitt vel og skorað mikið á skömmum tima. Við náðum hins vegar að núllstilla eftir að þeir komust yfir og tryggja okkur sigurinn," sagði hann enn fremur. „Mér finnst vera stígandi í leik liðsins og liðið á góðum stað þegar stutt er í úrslitakeppnina. Við vildum ná heilsteyptum 40 mínútum í þessum leik sem tókst því miður ekki en frammistaðan í fyrri hálfleik og undir lok leiksins er eitthvað til að byggja á," sagði Valsarinn. Pétur: Teiknaði upp vörn sem virkaði alls ekki „Við byrjuðum leikinn í vörn sem ég var búinn að teikna upp sem virkaði bara alls ekki og ég tek það bara á mig. Hjálmar Stefánsson spilaði eins og hann væri bestir leikmaður landsins í fyrri hálfleik þar sem hann fékk mikið rými og tíma til að athafna sig," sagið Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks. „Við náðum hins vegar að sýna karakter og velgja þeim undir uggum í seinni hálfeik og ég er sáttur við varnarleikinn í þriðja og fjórða leikhluta. Eftir að mér var hent úr húsi fundu menn neista og hertu vörnina. Þetta tók mikla orku en ég vona að það muni ekki hafa áhrif á leikmenn liðsins í leiknum gegn Stjörnunni í lokaumferðinni á fimmtudaginn," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú er sætið í úrslitakeppninni ekki lengur í okkar höndum og við verðum að byrja á því að klára okkar verkefni gegn góðu Stjörnuliði. Svo verðum að treysta á að Valsliðið sem spilaði í fyrri hálfleik mæti til leiks á móti KR og spili þannig lungann úr leiknum," sagði hann um framahldið. Af hverju vann Valur? Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í fyrri hálfleik þar sem þriggja stiga skotnýtingin var góð en þegar upp var staðið fóru 16 af 38 eða 42 prósent skota Valsmanna fyrir utan þriggja stiga línuna ofan í. Þá lögðu fleiri leikmenn Vals í púkkinn í sóknaleiknum en hjá Blikum. Sex Valsarar skoruðu meira en 10 stig í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjálmar Stefánsson var með skotsýningu í fyrri hálfleik en undir lok leiksins vógu fráköst Kristófer Acox á báðum endum vallarins afar þungt í því að Valur landaði sigrinum. Hjá Blikum var Everage Lee Richardson stigahæstur með 20 stig. Hvað gekk illa? Pétur Ingvarsson viðurkenndi það í samtali við Vísi eftir leikinn að varnarskipulagið sem Breiðablik kom með inn í leikinn hefði brugðist. Leikmenn Vals áttu hvað eftir annað greiða leið að körfu Breiðabliks og fengu þess utan nægan tíma til þess að skjóta fyrir utan. Þetta lagaðist hins vegar til muna í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Valur leikur við KR í Vesturbænum í lokaumferð deildarinnar en KR-ingar eru í harðri baráttu við Blika um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni deildarinnar. Blikar leiða hins vegar saman hesta sína við Stjörnuna í Smáranum. Fyrir lokaumferðina sem fram fer á fimmtudagkvöldið kemur er Breiðablik tveimur stigum á eftir KR sem situr í áttunda sæti deildarinnar. Blikar hafa hins vegar betur í innbyrðisviðureignum sínum við Vesturbæjarliðið. Fari Breiðablik því með sigur af hólmi gegn Stjörnunni og Valur vinnur KR hrifsa Blikar síðasta sætið í úrslitakeppninni af KR-ingum. Subway-deild karla Valur Breiðablik
Valur vann 96-88 sigur þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta karla í kvöld. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og byggðu upp gott forskot í fyrri hálfleik. Þriggja stiga körfunum rigndi niður hjá heimamönnum í fyrstu tveimur leikhlutunum en 12 af 21 tilraunum Hlíðarendapilta fóru ofan í. Þar af setti Hjálmar Stefánsson fimm þrista en hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu áhlaupi undir lok þriðja leikhluta en góður kafli þeirra kom í kjölfar þess að Pétur Ingvarsson, þjálfari þeirra, var rekinn úr húsi. Þegar skammt var eftir af leikhlutanum kom Sigurður Pétursson muninum niður í einungis eitt stig, 78-77. Blikar komust svo yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-2 í upphafi fjórða leikhluta. Vörn Breiðabliks var ógnarsterk á þessum tímapunkti en það var helst Kári Jónsson sem fann leið framhjá varnarmúr Blika. Kári dró vagninn í sóknarleik Vals undir lok leiksins og var lykill að því að sigla sigrinum í höfn. Þá var Kristófer Acox einnig drjúgur á lokasprettinum. Valur komst upp að hlið Keflavíkur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa bæði 26 stig. Keflavík getur endurheimt tveggja stiga forystu sína á Val með sigri í nágrannaslag sínum við Grindavík annað kvöld. Tindastóll getur svo jafnað Val og Keflavík að stigum með því að leggja topplið deildarinnar, Þór Þorlákshöfn að velli, í leik liðanna annað kvöld. Stjarnan, sem mætir Vestra, á sama tíma er síðan ásamt Grindavík með 22 stig í sjötta til sjöunda sæti. Hjálmar: Vissum að Blikar myndu koma með áhlaup „Þetta var kaflaskipur leikur þar sem við náðum sem við náðum sem betur fer að vinna. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og leikplanið gekk mjög vel upp. Okkur grunaði að vörn Blika myndi falla af mér og Pavel og við náðum að nýta það framan af leik," sagði Hjálmar sem skoraði 21 stig fyrir Val í fyrri hálfleik. „Breiðablik er með villt lið, þegar þeir detta í stuð geta þeir hitt vel og skorað mikið á skömmum tima. Við náðum hins vegar að núllstilla eftir að þeir komust yfir og tryggja okkur sigurinn," sagði hann enn fremur. „Mér finnst vera stígandi í leik liðsins og liðið á góðum stað þegar stutt er í úrslitakeppnina. Við vildum ná heilsteyptum 40 mínútum í þessum leik sem tókst því miður ekki en frammistaðan í fyrri hálfleik og undir lok leiksins er eitthvað til að byggja á," sagði Valsarinn. Pétur: Teiknaði upp vörn sem virkaði alls ekki „Við byrjuðum leikinn í vörn sem ég var búinn að teikna upp sem virkaði bara alls ekki og ég tek það bara á mig. Hjálmar Stefánsson spilaði eins og hann væri bestir leikmaður landsins í fyrri hálfleik þar sem hann fékk mikið rými og tíma til að athafna sig," sagið Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks. „Við náðum hins vegar að sýna karakter og velgja þeim undir uggum í seinni hálfeik og ég er sáttur við varnarleikinn í þriðja og fjórða leikhluta. Eftir að mér var hent úr húsi fundu menn neista og hertu vörnina. Þetta tók mikla orku en ég vona að það muni ekki hafa áhrif á leikmenn liðsins í leiknum gegn Stjörnunni í lokaumferðinni á fimmtudaginn," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú er sætið í úrslitakeppninni ekki lengur í okkar höndum og við verðum að byrja á því að klára okkar verkefni gegn góðu Stjörnuliði. Svo verðum að treysta á að Valsliðið sem spilaði í fyrri hálfleik mæti til leiks á móti KR og spili þannig lungann úr leiknum," sagði hann um framahldið. Af hverju vann Valur? Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í fyrri hálfleik þar sem þriggja stiga skotnýtingin var góð en þegar upp var staðið fóru 16 af 38 eða 42 prósent skota Valsmanna fyrir utan þriggja stiga línuna ofan í. Þá lögðu fleiri leikmenn Vals í púkkinn í sóknaleiknum en hjá Blikum. Sex Valsarar skoruðu meira en 10 stig í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjálmar Stefánsson var með skotsýningu í fyrri hálfleik en undir lok leiksins vógu fráköst Kristófer Acox á báðum endum vallarins afar þungt í því að Valur landaði sigrinum. Hjá Blikum var Everage Lee Richardson stigahæstur með 20 stig. Hvað gekk illa? Pétur Ingvarsson viðurkenndi það í samtali við Vísi eftir leikinn að varnarskipulagið sem Breiðablik kom með inn í leikinn hefði brugðist. Leikmenn Vals áttu hvað eftir annað greiða leið að körfu Breiðabliks og fengu þess utan nægan tíma til þess að skjóta fyrir utan. Þetta lagaðist hins vegar til muna í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Valur leikur við KR í Vesturbænum í lokaumferð deildarinnar en KR-ingar eru í harðri baráttu við Blika um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni deildarinnar. Blikar leiða hins vegar saman hesta sína við Stjörnuna í Smáranum. Fyrir lokaumferðina sem fram fer á fimmtudagkvöldið kemur er Breiðablik tveimur stigum á eftir KR sem situr í áttunda sæti deildarinnar. Blikar hafa hins vegar betur í innbyrðisviðureignum sínum við Vesturbæjarliðið. Fari Breiðablik því með sigur af hólmi gegn Stjörnunni og Valur vinnur KR hrifsa Blikar síðasta sætið í úrslitakeppninni af KR-ingum.
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti