Tyreek Hill til liðs við Höfrungana: Sá launahæsti í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2022 17:30 Tyreek Hill er með fljótari leikmönnum NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Útherjinn Tyreek Hill er genginn í raðir Miami Dolphins í NFL-deildinni. Hann gerir fjögurra ára samning upp á 120 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 15 og hálfan milljarð íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira