Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. mars 2022 07:02 Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun