Kópavogur-Kharkiv Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 21. mars 2022 11:31 Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun