Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 22:00 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00