„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2022 09:00 Darri Aronsson í upphitun fyrir landsleik Íslands gegn Svartfjallalandi á Evrópumótinu í janúar. Getty/Uros Hocevar Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum. Darri, sem er 22 ára gamall og sonur fyrrverandi landsliðsfólksins Huldu Bjarnadóttur og Arons Kristjánssonar, átti hreint æðislegan janúarmánuð. Hann var óvænt kallaður inn á sitt fyrsta stórmót, EM í Ungverjalandi, og var þá nýbúinn að ákveða að semja við franska félagið Ivry og hefja þannig sinn atvinnumannsferil í sumar. Tilkynnt var um samninginn við Ivry í vikunni. „Auðvitað var mjög sætt að fá kallið um að koma út í landsliðið, og draumur rættist með símtalinu um að Ivry vildi fá mig. Það er símtal sem ég var búinn að bíða lengi eftir og leggja hart að mér fyrir,“ segir Darri en hlutirnir gerðust hratt hjá honum í byrjun árs: „Samningar voru í raun í höfn áður en ég fór út á EM með landsliðinu. EM var því bara bónus og það var rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili.“ Darri átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en Ivry, sem staðsett er í París í Frakklandi, keypti hann til sín og gerði við hann samning sem gildir til næstu þriggja ára. „Hafa hjálpað mér mikið í gengum tíðina“ Darri, sem spilar undir stjórn pabba síns hjá Haukum, hefur fengið góðan stuðning frá foreldrum sínum í handboltanum. „Þau hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina. Ég er auðvitað með umboðsmann sem vinnur í mínum málum en varðandi lífið allt í kringum þetta, og flutningana út, þá er virkilega gott að hafa þau á bakvið sig. Þau hafa mikla reynslu,“ segir Darri sem mun leika með Ivry í efstu deild Frakklands þar sem að liðið er á leið upp úr næstefstu deildinni af miklu öryggi: „Þetta er virkilega sterkt lið og það er mikill heiður að fá að byrja atvinnumannsferilinn í frönsku úrvalsdeildinni. Það er bara þýska bundesligan sem er stærri en það, og sú danska er kannski jöfn henni. Það verður frábært að fá að reyna sig þarna, gegn þeim allra bestu eins og til dæmis Karabatic sem maður hefur horft á og litið upp til síðan maður var polli. Þetta verður mikið ævintýri.“ Þarf helst að fara á frönskunámskeið sem fyrst Darra bíða vissulega áskoranir á nýjum slóðum, ekki bara glíma við Nikola Karabatic og fleiri kanónur heldur einnig við að læra nýtt tungumál: „Ég kann ekki neitt, ekki einu sinni framhaldsskólafrönsku. Ég þarf bara að vera grimmur að læra og helst að fara á frönskunámskeið áður en ég fer út,“ segir Darri léttur, spenntur fyrir því að flytja til Parísar þó að hann blási á tal blaðamanns um að hann muni nú ekki sakna harksins í íslenska handboltanum, með tilheyrandi fjáröflunum á borð við fyrrnefnda þorskhnakkasölu. „Maður býr á Íslandi og spilar í íslensku deildinni, og hér eru engin atvinnumannalið. Það verða því allir að leggjast á árarnar og leggja sitt af mörkum, og það geri ég auðvitað með bros á vör.“ Með blóð á tönnunum í úrslitakeppnina Darri er sömuleiðis staðráðinn í að kveðja Hauka með bros á vör, eftir úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor: „Haukarnir fara á eftir öllum titlum á hverju einasta ári. Núna erum við í dauðafæri á að klára deildina, efstir þegar fimm leikir eru eftir, og svo eru allir með blóð á tönnunum og mjög graðir í að ná í Íslandsmeistaratitilinn, sérstaklega eftir að við töpuðum honum í fyrra. Það er líka ekkert skemmtilegra en að spila í úrslitakeppninni og ég hlakka mikið til að klára tímabilið vonandi með stæl.“ Olís-deild karla Haukar Franski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Darri, sem er 22 ára gamall og sonur fyrrverandi landsliðsfólksins Huldu Bjarnadóttur og Arons Kristjánssonar, átti hreint æðislegan janúarmánuð. Hann var óvænt kallaður inn á sitt fyrsta stórmót, EM í Ungverjalandi, og var þá nýbúinn að ákveða að semja við franska félagið Ivry og hefja þannig sinn atvinnumannsferil í sumar. Tilkynnt var um samninginn við Ivry í vikunni. „Auðvitað var mjög sætt að fá kallið um að koma út í landsliðið, og draumur rættist með símtalinu um að Ivry vildi fá mig. Það er símtal sem ég var búinn að bíða lengi eftir og leggja hart að mér fyrir,“ segir Darri en hlutirnir gerðust hratt hjá honum í byrjun árs: „Samningar voru í raun í höfn áður en ég fór út á EM með landsliðinu. EM var því bara bónus og það var rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili.“ Darri átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en Ivry, sem staðsett er í París í Frakklandi, keypti hann til sín og gerði við hann samning sem gildir til næstu þriggja ára. „Hafa hjálpað mér mikið í gengum tíðina“ Darri, sem spilar undir stjórn pabba síns hjá Haukum, hefur fengið góðan stuðning frá foreldrum sínum í handboltanum. „Þau hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina. Ég er auðvitað með umboðsmann sem vinnur í mínum málum en varðandi lífið allt í kringum þetta, og flutningana út, þá er virkilega gott að hafa þau á bakvið sig. Þau hafa mikla reynslu,“ segir Darri sem mun leika með Ivry í efstu deild Frakklands þar sem að liðið er á leið upp úr næstefstu deildinni af miklu öryggi: „Þetta er virkilega sterkt lið og það er mikill heiður að fá að byrja atvinnumannsferilinn í frönsku úrvalsdeildinni. Það er bara þýska bundesligan sem er stærri en það, og sú danska er kannski jöfn henni. Það verður frábært að fá að reyna sig þarna, gegn þeim allra bestu eins og til dæmis Karabatic sem maður hefur horft á og litið upp til síðan maður var polli. Þetta verður mikið ævintýri.“ Þarf helst að fara á frönskunámskeið sem fyrst Darra bíða vissulega áskoranir á nýjum slóðum, ekki bara glíma við Nikola Karabatic og fleiri kanónur heldur einnig við að læra nýtt tungumál: „Ég kann ekki neitt, ekki einu sinni framhaldsskólafrönsku. Ég þarf bara að vera grimmur að læra og helst að fara á frönskunámskeið áður en ég fer út,“ segir Darri léttur, spenntur fyrir því að flytja til Parísar þó að hann blási á tal blaðamanns um að hann muni nú ekki sakna harksins í íslenska handboltanum, með tilheyrandi fjáröflunum á borð við fyrrnefnda þorskhnakkasölu. „Maður býr á Íslandi og spilar í íslensku deildinni, og hér eru engin atvinnumannalið. Það verða því allir að leggjast á árarnar og leggja sitt af mörkum, og það geri ég auðvitað með bros á vör.“ Með blóð á tönnunum í úrslitakeppnina Darri er sömuleiðis staðráðinn í að kveðja Hauka með bros á vör, eftir úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor: „Haukarnir fara á eftir öllum titlum á hverju einasta ári. Núna erum við í dauðafæri á að klára deildina, efstir þegar fimm leikir eru eftir, og svo eru allir með blóð á tönnunum og mjög graðir í að ná í Íslandsmeistaratitilinn, sérstaklega eftir að við töpuðum honum í fyrra. Það er líka ekkert skemmtilegra en að spila í úrslitakeppninni og ég hlakka mikið til að klára tímabilið vonandi með stæl.“
Olís-deild karla Haukar Franski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira