Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2022 11:05 Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar. Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar.
Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum