Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2022 19:16 Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem boðaður var til yfirheyrslu hjá lögreglu. Vísir/Egill Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. Embætti lögreglustjórans áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar. Aðalsteinn krafðist áfram þess að skýrslutaka af honum sem sakborningi væri ólögmæt en Landsréttur féllst ekki á það. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hún muni nú halda áfram með rannsókn málsins. Aðalsteinn hyggst kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann enn allt standa sem fram kom í úrskurði héraðsdóms. „Lögreglan rannsakar glæp sem engar vísbendingar eru um að hafi verið framinn og ekkert tengir mig við. Allt byggir á því að ég hafi flutt fréttir.“ Aðalsteinn var einn fjögurra blaðamanna sem fékk réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífsins. Málið varðar fréttaflutning um svokallaða Skæruliðadeild Samherja sem byggði á gögnum úr síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. Eyþór Þorbergsson, varasaksóknari hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV, að niðurstaða Landsréttar sé í samræmi við upphaflega kröfu embættisins og blaðamennirnir fjórir verði nú kallaðir til skýrslutöku. Blaðamönnum ekki tryggð vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum Í úrskurði Landsréttar segir að sem blaðamaður njóti Aðalsteinn ríks tjáningarfrelsis og hafi réttindi og skyldur, meðal annars til verndar heimildarmönnum. Vernd heimildarmanna verði aðeins aflétt að uppfylltum skilyrðum í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Að sögn Landsréttar leiða þessar reglur og þau sjónarmið sem þær hvíla á þó ekki af sér skyldu til að tryggja blaðamönnum vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum þeirra gegn almennum hegningarlögum við rækslu starfa þeirra eða saksókn fyrir slík brot ef svo ber undir. „Verða þeir, að teknu tilliti til mikilvægis starfa þeirra og frjálsra fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi, að una því eins og aðrir borgarar að sakamál séu rannsökuð og rekin á hendur þeim fyrir ætluð hegningarlagabrot sem þeir kunna að hafa framið við störf sín.“ Þá er þess getið að Páll njóti friðhelgi einkalífs síns samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Í málinu sem um ræði beri lögreglu meðal annars að taka tillit til atriða sem varða stöðu Aðalsteins sem blaðamanns og leggja mat á þýðingu hennar fyrir mögulega sekt hans eða sýknu. Ófært að meta hvort refsileysisástæður eigi við Að mati Landsréttar er lögreglu, ákæruvaldi og dómara á öllum stigum málsins rétt og skylt að gæta þeirra atriða sem sakborningi eru til hagsbóta og taka í því efni mið af rétti hans og skyldum sem blaðamanns eftir því sem tilefni er til. Málið sé á rannsóknarstigi og ófært fyrir dómstóla að kveða á um hvort þær refsileysisástæður sem Aðalsteinn beri fyrir sig eigi við. Á þessu stigi sé ekki heldur hægt að skera úr um það fyrir fram hvort frekari rannsókn og möguleg saksókn kunni að fara gegn rétti blaðamanns til tjáningar eða skyldum hans til að gæta trúnaðar um heimildarmenn sína. Jafnframt kemur fram í úrskurðinum að Aðalsteini hafi rétt til að svara ekki spurningum lögreglu ef svör kunni að vera til þess fallin að fella á hann sök eða að kennsl verði borin á heimildarmenn hans í bága við lög. Úrskurðar Landsréttur að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu nái eingöngu til formlegra atriða, en ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út eða gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi. Hið sama eigi við um að taka afstöðu til annarra atriða á þessu stigi máls sem varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. „Þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra atriða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðun um að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Embætti lögreglustjórans áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar. Aðalsteinn krafðist áfram þess að skýrslutaka af honum sem sakborningi væri ólögmæt en Landsréttur féllst ekki á það. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hún muni nú halda áfram með rannsókn málsins. Aðalsteinn hyggst kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann enn allt standa sem fram kom í úrskurði héraðsdóms. „Lögreglan rannsakar glæp sem engar vísbendingar eru um að hafi verið framinn og ekkert tengir mig við. Allt byggir á því að ég hafi flutt fréttir.“ Aðalsteinn var einn fjögurra blaðamanna sem fékk réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífsins. Málið varðar fréttaflutning um svokallaða Skæruliðadeild Samherja sem byggði á gögnum úr síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. Eyþór Þorbergsson, varasaksóknari hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV, að niðurstaða Landsréttar sé í samræmi við upphaflega kröfu embættisins og blaðamennirnir fjórir verði nú kallaðir til skýrslutöku. Blaðamönnum ekki tryggð vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum Í úrskurði Landsréttar segir að sem blaðamaður njóti Aðalsteinn ríks tjáningarfrelsis og hafi réttindi og skyldur, meðal annars til verndar heimildarmönnum. Vernd heimildarmanna verði aðeins aflétt að uppfylltum skilyrðum í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Að sögn Landsréttar leiða þessar reglur og þau sjónarmið sem þær hvíla á þó ekki af sér skyldu til að tryggja blaðamönnum vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum þeirra gegn almennum hegningarlögum við rækslu starfa þeirra eða saksókn fyrir slík brot ef svo ber undir. „Verða þeir, að teknu tilliti til mikilvægis starfa þeirra og frjálsra fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi, að una því eins og aðrir borgarar að sakamál séu rannsökuð og rekin á hendur þeim fyrir ætluð hegningarlagabrot sem þeir kunna að hafa framið við störf sín.“ Þá er þess getið að Páll njóti friðhelgi einkalífs síns samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Í málinu sem um ræði beri lögreglu meðal annars að taka tillit til atriða sem varða stöðu Aðalsteins sem blaðamanns og leggja mat á þýðingu hennar fyrir mögulega sekt hans eða sýknu. Ófært að meta hvort refsileysisástæður eigi við Að mati Landsréttar er lögreglu, ákæruvaldi og dómara á öllum stigum málsins rétt og skylt að gæta þeirra atriða sem sakborningi eru til hagsbóta og taka í því efni mið af rétti hans og skyldum sem blaðamanns eftir því sem tilefni er til. Málið sé á rannsóknarstigi og ófært fyrir dómstóla að kveða á um hvort þær refsileysisástæður sem Aðalsteinn beri fyrir sig eigi við. Á þessu stigi sé ekki heldur hægt að skera úr um það fyrir fram hvort frekari rannsókn og möguleg saksókn kunni að fara gegn rétti blaðamanns til tjáningar eða skyldum hans til að gæta trúnaðar um heimildarmenn sína. Jafnframt kemur fram í úrskurðinum að Aðalsteini hafi rétt til að svara ekki spurningum lögreglu ef svör kunni að vera til þess fallin að fella á hann sök eða að kennsl verði borin á heimildarmenn hans í bága við lög. Úrskurðar Landsréttur að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu nái eingöngu til formlegra atriða, en ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út eða gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi. Hið sama eigi við um að taka afstöðu til annarra atriða á þessu stigi máls sem varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. „Þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra atriða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðun um að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00