Njarðvíkingar hafa beðið í 1.220 daga eftir að vinna KR í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 15:30 Nicolas Richotti skoraði bara eitt stig í fyrri leiknum og klikkaði þá á öllum níu skotum sínum utan af velli. Hann fékk líka fimm villur. Vísir/Bára Dröfn Njarðvíkingar taka á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld en þetta er frestaður leikur. Njarðvíkingar eru í toppbaráttu deildarinnar á sama tíma og KR-ingar eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Eftir tap í framlengingu í Keflavík á föstudagskvöldið þá datt KR út úr úrslitakeppnissæti. Liðið er nú í níunda sætinu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 19.15 en útsendingin byrjar klukkan 19.00. Það er orðið langt síðan að Njarðvík vann KR í Ljónagryfjunni eða rúmir fjörutíu mánuðir. Njarðvík vann KR síðast á heimavelli sínum 9. nóvember 2018 en síðan eru liðnir meira en 1.220 dagar. KR hefur unnið tvo síðustu leiki sína í Ljónagryfjunni, með fjórum stigum í fyrra og svo með sex stigum árið 2020. KR-ingar hafa enn fremur unnið níu af síðustu ellefu deildarleikjum liðanna í Ljónagryfjunni en þar erum við að tala um innbyrðis leiki félaganna frá og með árinu 2010. Njarðvíkingar hafa verið í miklum vandræðum með KR síðustu ár en liðið þeirra í dag ætti að hafa alla burði til að breyta því í kvöld. Það gæti kannski orðið erfiðara verkefni en taflan sýnir. KR vann nefnilega fyrri leik liðanna í Vesturbænum með sextán stiga mun, 91-75. Njarðvíkingar voru þá án þeirra Hauks Helga Pálssonar og Loga Gunnarssonar og munar um minna. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2020-21: KR vann 4 stiga sigur (81-77) 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Samtals: 9 sigrar hjá KR 2 sigrar hjá Njarðvík Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Njarðvíkingar eru í toppbaráttu deildarinnar á sama tíma og KR-ingar eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Eftir tap í framlengingu í Keflavík á föstudagskvöldið þá datt KR út úr úrslitakeppnissæti. Liðið er nú í níunda sætinu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 19.15 en útsendingin byrjar klukkan 19.00. Það er orðið langt síðan að Njarðvík vann KR í Ljónagryfjunni eða rúmir fjörutíu mánuðir. Njarðvík vann KR síðast á heimavelli sínum 9. nóvember 2018 en síðan eru liðnir meira en 1.220 dagar. KR hefur unnið tvo síðustu leiki sína í Ljónagryfjunni, með fjórum stigum í fyrra og svo með sex stigum árið 2020. KR-ingar hafa enn fremur unnið níu af síðustu ellefu deildarleikjum liðanna í Ljónagryfjunni en þar erum við að tala um innbyrðis leiki félaganna frá og með árinu 2010. Njarðvíkingar hafa verið í miklum vandræðum með KR síðustu ár en liðið þeirra í dag ætti að hafa alla burði til að breyta því í kvöld. Það gæti kannski orðið erfiðara verkefni en taflan sýnir. KR vann nefnilega fyrri leik liðanna í Vesturbænum með sextán stiga mun, 91-75. Njarðvíkingar voru þá án þeirra Hauks Helga Pálssonar og Loga Gunnarssonar og munar um minna. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2020-21: KR vann 4 stiga sigur (81-77) 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Samtals: 9 sigrar hjá KR 2 sigrar hjá Njarðvík Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2020-21: KR vann 4 stiga sigur (81-77) 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Samtals: 9 sigrar hjá KR 2 sigrar hjá Njarðvík
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum