Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2022 07:01 Joel Embiid, Kevin Durant og Seth Curry í leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á aðfaranótt föstudags. Elsa/Getty Images Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum