Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2022 07:01 Joel Embiid, Kevin Durant og Seth Curry í leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á aðfaranótt föstudags. Elsa/Getty Images Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira