Handbolti

„Að deyja úr spenningi“ en í hefndarhug

Sindri Sverrisson skrifar
Morgan Marie Þorkelsdóttir verður á ferðinni í dag í Coca Cola-bikarnum.
Morgan Marie Þorkelsdóttir verður á ferðinni í dag í Coca Cola-bikarnum. Stöð 2

„Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og þeir draga fram það besta hjá öllum,“ segir Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals, fyrir undanúrslitaleikinn við ÍBV í dag í Coca Cola-bikarnum í handbolta.

Liðin mætast á Ásvöllum í kvöld kl. 20.15, eftir að KA/Þór og Fram hafa lokið sér af. Úrslitaleikur keppninnar er svo á sama stað á laugardaginn klukkan 13.30.

„Við erum allar í hópnum að deyja úr spenningi og ég býst ekki við öðru en að fá góðan leik,“ segir Morgan en viðtalið við hana má sjá hér að neðan.

Klippa: Viðtal við Morgan hjá Val

Morgan viðurkennir að tapið stóra gegn ÍBV í Vestmannaeyjum fyrir mánuði síðan, 30-22 í Olís-deildinni, sitji í Valskonum:

„Að vissu leyti. Ég held að þetta hafi verið erfitt ferðaleg, erfiður leikur, og stundum gengur ekkert upp. Það brýtur mann niður þegar það gengur áfram heilan leik. Okkar markmið er að minnka slæmu kaflana. Ef að vörnin smellur og við fáum hraðaupphlaup ætti þetta að vera í lagi,“ segir Morgan og tekur undir að nýta megi tapið til að gíra sig enn frekar upp í að ná fram hefndum. En hver er lykillinn að sigri?

„Vörn, markvarsla og þessi auðveldu mörk. Sóknarleikurinn hefur verið pínu erfiður hjá okkur og við verðum þar að halda breiddinni, spila og sleppa þessum 50/50 boltum og að vera að skjóta ótímabærum skotum,“ segir Morgan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×