Bergsveinn telur rektor hafa brugðist fræðasamfélaginu Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 11:28 Bergsveinn Birgisson gagnrýnir Jón Atla Benediktsson rektor harðlega fyrir að hafa fallist á röksemd Ásgeirs Jónssonar að Háskólinn hafi ekkert með hans fræðistörf að gera; hann sé í launalausu leyfi. Bergsveinn telur það ekki standast nokkra einustu skoðun. Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem snýr að máli hans er varða ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra; að hann hafi fengið eitt og annað að láni við ritun Eyjunnar hans Ingólfs úr bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum. Málið allt er nú strand. „Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins. Feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér en hún telur afskipti Jóns Atla Benediktssonar rektors af málinu; að verk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri heyrðu ekki undir háskólann, ekki standast. Bergsveinn er þungorður í yfirlýsingu sinni, segir að ef hver sem er geti seilst í smiðju annarra og gert ritstörf þeirra að sínum séu það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags. En þangað erum við komin, að mati Bergsveins, sé slíkt látið óátalið með öllu. „Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu.“ Virðing æðstu menntastofnunar landsins í molum Bergsveinn telur, líkt og siðanefndin, það ekki standast nokkra skoðun að Eyjan hans Ingólfs og vinnubrögð þar eru undir heyri ekki undir Háskóla Íslands. „Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins sem nú telur sig ekki hafa í nein hús að venda með sín mál. Hann boðar þess í stað ítarlega greinargerð sem mun birtast á vormánuðum í fræðiriti. Háskólar Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17 Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44 Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins. Feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér en hún telur afskipti Jóns Atla Benediktssonar rektors af málinu; að verk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri heyrðu ekki undir háskólann, ekki standast. Bergsveinn er þungorður í yfirlýsingu sinni, segir að ef hver sem er geti seilst í smiðju annarra og gert ritstörf þeirra að sínum séu það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags. En þangað erum við komin, að mati Bergsveins, sé slíkt látið óátalið með öllu. „Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu.“ Virðing æðstu menntastofnunar landsins í molum Bergsveinn telur, líkt og siðanefndin, það ekki standast nokkra skoðun að Eyjan hans Ingólfs og vinnubrögð þar eru undir heyri ekki undir Háskóla Íslands. „Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins sem nú telur sig ekki hafa í nein hús að venda með sín mál. Hann boðar þess í stað ítarlega greinargerð sem mun birtast á vormánuðum í fræðiriti.
Háskólar Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17 Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44 Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17
Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44
Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01