Sport

Valieva bönnuð á HM en ekki vegna lyfjaneyslu

Sindri Sverrisson skrifar
Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem að hún hefur ekki enn verið dæmd í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún missti hins vegar af verðlaunum í einstaklingskeppni eftir röð mistaka, eftir að hafa verið undir óhemju miklu álagi á leikunum.
Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem að hún hefur ekki enn verið dæmd í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún missti hins vegar af verðlaunum í einstaklingskeppni eftir röð mistaka, eftir að hafa verið undir óhemju miklu álagi á leikunum. Getty/Nikolay Muratkin

Hin 15 ára gamla Kamila Valieva, sem vakti svo mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði, verður ekki með á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum í Frakklandi síðar í þessum mánuði.

Valieva féll á lyfjaprófi í desember en hefur ekki enn verið úrskurðuð í keppnisbann vegna þess. Ástæðan fyrir því að hún fær ekki að keppa á HM er sú að hún er rússnesk.

Alþjóða skautasambandið hefur gefið út að keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái ekki að keppa á mótum á vegum sambandsins, vegna stríðsins í Úkraínu. Hvíta-Rússland hefur sýnt innrás Rússa í Úkraínu stuðning.

Þetta þýðir að Valieva, sem af flestum var álitin sigurstranglegust á HM, Ólympíumeistarinn Anna Shcherbakova og silfurverðlaunahafinn frá því í Peking, Alexandra Trusova, missa allar af heimsmeistaramótinu.

Alþjóða skautasambandið fer með aðgerðum sínum eftir tilmælum alþjóða ólympíunefndarinnar líkt og flest alþjóðleg íþróttasambönd hafa gert, með því að banna Rússum að keppa á alþjóðlegum mótum á meðan á innrásinni í Úkraínu stendur.


Tengdar fréttir

Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“

Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum.

Niðurbrotin þrátt fyrir silfur á ÓL: Ég hata þessa íþrótt

Öll athyglin var á hinni fimmtán ára gömlu skautadrottningu Kamilu Valievu eftir að æfingar hennar á Vetararólympíuleikunum í gær gengu ekki jafn vel og vonir stóðu til. en hún missti þar með af verðlaunapalli. Á bak við hana sáu glöggir sjónvarpsáhorfendur aftur á móti silfurstúlkuna í keppninni niðurbrotna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×