Í hvaða flokki er barnið þitt? Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:30 Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun