Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi Hjálmar Waag Árnason skrifar 23. febrúar 2022 09:31 Reglulega heyrum við fréttir af átökum starfsfólks grunnskóla við nemendur. Mikill uppsláttur verður í fjölmiðlum þar sem reiðir foreldrar í mörgum tilvikum hóta að kæra kennara eða annað starfsfólk skólanna fyrir ofbeldi á börnunum. Dramatískar lýsingar á glímu skólafólksins við „ódæla” nemendur fylgja. Slíkir atburðir virðast færast í vöxt með hverju árinu sem líður. Þeir eru hins vegar ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hvaða skýring getur verið á þessari ógnaröld? Hér eru engin svör einhlít. Vera kann að fjölmiðlar sinni fréttum af “agavandamálum” af meiri áhuga nú en áður. Undirritaður telur hins vegar að um sé að ræða birtingarmynd gjaldþrota skólastefnu. Svokallaður skóli án aðgreiningar hefur ráðið hér ríkjum um langt árabil. Sé skólasagan til lengri tíma skoðuð kemur í ljós að hugmyndafræðin gengur í hringi. Eitt tímabilið telst hyggilegast að draga nemendur í dilka eftir þroska getu, vitsmunum o.s.frv. þar sem einstaklingurinn getur keppt um að verða fremstur meðal jafningja. Að óræðum tíma liðnum finnst spekingum sérskólastefnan hafa gengið sér til húðar og við tekur skóli án aðgreiningar þar sem öllum er blandað saman (gjarnan eftir ári) og treyst á að þannig fái flestir að njóta sín í “eðlilegu” umhverfi. Gauragangurinn hin síðustu misseri er afleiðing þessa. Í einstökum bekkjum eru einstaklingar sem endurspegla í raun allt mannlíf: stórir og litlir, haltir og blindir, feitir og mjóir, óþekktarormar í bland við prúðbúna engla, sjení og tossar, ofbeldishneigðir og friðsamir; og þannig má áfram telja. Þetta er kjarninn í skóla án aðgreiningar. Þessi hópur er saman kominn í þeim tilgangi að læra skvt. námskrá. Kennarinn á að annast fræðsluþáttinn og fær í flestum tilvikum sér til halds og traust hjálparfólk (sérkennara, félagsliða o.s.frv.). Saman á svo teymið að mynda þroskavænlegt umhverfi þar sem hið fjölbreytta mannlíf á að blómstra - hver með verkefni við sitt hæfi. En er það svo? Fallegt en virkar ekki Spurningunni hér að ofan hefur í raun verið svarað. Kerfið er ekki að virka. Eins og hugsunin er falleg og í anda mannkærleika og væntumþykju þá er hún einfaldlega ekki að ganga upp. Orka kennarans og teymisins fer að verulegu leyti í skylmingar og at í þeirri viðleitni að sinna því sem skólanum er ætlað - nefnilega að fræða börnin og mennta. Allt of marga grunnskólakennara þekki ég sem hafa brunnið upp í þessu styrjaldarástandi sem einkennir skólastarfið núna. Og allt of marga skólaliða þekki ég sem hafi bugast undan álaginu. Ein birtingarmynd þess eru áðurnefndar fréttir af meintum ofbeldi kennara gagnvart börnum. Þó markmiðið sé fallegt þá einfaldlega næst það ekki. Kennarar og teymið með 20-30 börn í bekk af öllum stærðum og gerðum einfaldlega ná ekki að skapa þann vinnufrið sem eðlilegt skólastarf krefst. Ekki þarf marga nemendur með miklar sérþarfir til að sjúga mikla orku út úr kennaranum. Fyrir vikið nær hann/hún ekki að komast til þess sem rak hana/hann upphaflega í hið spennandi starf að kenna börnum. Til þess er vígvöllurinn allt of krefjandi. Annað slagið rata átökin í fjölmiðla en miklu oftar takmarkast þau við skólastofuna eða skólann. Afleiðing þessa er sú að í raun verður enginn sigurvegari - allir tapa. Nemendur missa af þeim rétti sínum að fá kennslu, kennarar allt of margir brenna út og hætta, skólaliðar bugast og alvarlegast er að til langframa er það mikið tap fyrir samfélagið ef ungviði þess nær ekki að mennta sig sem skyldi (frammistaða okkar í alþjóðakönnunum, læsi drengja o.s.frv.). Okkar er valið Hvað er þá til ráða? Ekkert einfalt svar er til við þessu. Sé vilji til að hanga áfram á skóla án aðgreiningar verður bæði að fækka í bekkjardeildum og bæta við aðstoðina. Þær aðgerðir kosta svo miklu fleiri milljarða en nokkurn tíma fást úr léttum pyngjum sveitarfélaga. Hin leiðin er að játa sig sigraðan og snúa aftur til meiri flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja. Ekki endilega að raða eftir aldri - horfa meira til þroska og færni. Eða einhver blanda af þessu. Óbreytt ástand á ekki að vera í boði. Höfundur er fyrrverandi ýmislegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Reglulega heyrum við fréttir af átökum starfsfólks grunnskóla við nemendur. Mikill uppsláttur verður í fjölmiðlum þar sem reiðir foreldrar í mörgum tilvikum hóta að kæra kennara eða annað starfsfólk skólanna fyrir ofbeldi á börnunum. Dramatískar lýsingar á glímu skólafólksins við „ódæla” nemendur fylgja. Slíkir atburðir virðast færast í vöxt með hverju árinu sem líður. Þeir eru hins vegar ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hvaða skýring getur verið á þessari ógnaröld? Hér eru engin svör einhlít. Vera kann að fjölmiðlar sinni fréttum af “agavandamálum” af meiri áhuga nú en áður. Undirritaður telur hins vegar að um sé að ræða birtingarmynd gjaldþrota skólastefnu. Svokallaður skóli án aðgreiningar hefur ráðið hér ríkjum um langt árabil. Sé skólasagan til lengri tíma skoðuð kemur í ljós að hugmyndafræðin gengur í hringi. Eitt tímabilið telst hyggilegast að draga nemendur í dilka eftir þroska getu, vitsmunum o.s.frv. þar sem einstaklingurinn getur keppt um að verða fremstur meðal jafningja. Að óræðum tíma liðnum finnst spekingum sérskólastefnan hafa gengið sér til húðar og við tekur skóli án aðgreiningar þar sem öllum er blandað saman (gjarnan eftir ári) og treyst á að þannig fái flestir að njóta sín í “eðlilegu” umhverfi. Gauragangurinn hin síðustu misseri er afleiðing þessa. Í einstökum bekkjum eru einstaklingar sem endurspegla í raun allt mannlíf: stórir og litlir, haltir og blindir, feitir og mjóir, óþekktarormar í bland við prúðbúna engla, sjení og tossar, ofbeldishneigðir og friðsamir; og þannig má áfram telja. Þetta er kjarninn í skóla án aðgreiningar. Þessi hópur er saman kominn í þeim tilgangi að læra skvt. námskrá. Kennarinn á að annast fræðsluþáttinn og fær í flestum tilvikum sér til halds og traust hjálparfólk (sérkennara, félagsliða o.s.frv.). Saman á svo teymið að mynda þroskavænlegt umhverfi þar sem hið fjölbreytta mannlíf á að blómstra - hver með verkefni við sitt hæfi. En er það svo? Fallegt en virkar ekki Spurningunni hér að ofan hefur í raun verið svarað. Kerfið er ekki að virka. Eins og hugsunin er falleg og í anda mannkærleika og væntumþykju þá er hún einfaldlega ekki að ganga upp. Orka kennarans og teymisins fer að verulegu leyti í skylmingar og at í þeirri viðleitni að sinna því sem skólanum er ætlað - nefnilega að fræða börnin og mennta. Allt of marga grunnskólakennara þekki ég sem hafa brunnið upp í þessu styrjaldarástandi sem einkennir skólastarfið núna. Og allt of marga skólaliða þekki ég sem hafi bugast undan álaginu. Ein birtingarmynd þess eru áðurnefndar fréttir af meintum ofbeldi kennara gagnvart börnum. Þó markmiðið sé fallegt þá einfaldlega næst það ekki. Kennarar og teymið með 20-30 börn í bekk af öllum stærðum og gerðum einfaldlega ná ekki að skapa þann vinnufrið sem eðlilegt skólastarf krefst. Ekki þarf marga nemendur með miklar sérþarfir til að sjúga mikla orku út úr kennaranum. Fyrir vikið nær hann/hún ekki að komast til þess sem rak hana/hann upphaflega í hið spennandi starf að kenna börnum. Til þess er vígvöllurinn allt of krefjandi. Annað slagið rata átökin í fjölmiðla en miklu oftar takmarkast þau við skólastofuna eða skólann. Afleiðing þessa er sú að í raun verður enginn sigurvegari - allir tapa. Nemendur missa af þeim rétti sínum að fá kennslu, kennarar allt of margir brenna út og hætta, skólaliðar bugast og alvarlegast er að til langframa er það mikið tap fyrir samfélagið ef ungviði þess nær ekki að mennta sig sem skyldi (frammistaða okkar í alþjóðakönnunum, læsi drengja o.s.frv.). Okkar er valið Hvað er þá til ráða? Ekkert einfalt svar er til við þessu. Sé vilji til að hanga áfram á skóla án aðgreiningar verður bæði að fækka í bekkjardeildum og bæta við aðstoðina. Þær aðgerðir kosta svo miklu fleiri milljarða en nokkurn tíma fást úr léttum pyngjum sveitarfélaga. Hin leiðin er að játa sig sigraðan og snúa aftur til meiri flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja. Ekki endilega að raða eftir aldri - horfa meira til þroska og færni. Eða einhver blanda af þessu. Óbreytt ástand á ekki að vera í boði. Höfundur er fyrrverandi ýmislegt.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar