MR fær 1.500 fermetra fyrir ofan verslun 10-11 í Austurstræti Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2022 11:22 Austurstræti 17 var byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-64. Aðsend Samið hefur verið um að Menntaskólinn í Reykjavík fái úthlutað rúmlega 1.500 fermetra húsnæði til afnota fyrir skólann í Austurstræti 17. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira