Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:59 Kamila Valieva varð Evrópumeistari á nýju heimsmeti í síðasta mánuði og er afar líkleg til sigurs í listhlaupi á skautum í Peking í dag. Getty/Ulrik Pedersen Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00
Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31