Körfubolti

„Hann er aldrei að reyna við boltann, þetta er bara fauti“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Morris gaf Ja Morant einn á lúðurinn.
Marcus Morris gaf Ja Morant einn á lúðurinn. NBA

Körfubræðurnir Marcus og Markieff Morris eru ekki allra en þeir eiga það til að beita bellibrögðum. Marcus braut illa á skemmtikraftinum Ja Morant nýverið og sá síðarnefndi var heppinn að ekki fór verr.

Memphis Grizzlies pakkaði Los Angeles Clippers saman í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Ja Morant skoraði 30 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann var hins vegar heppinn að meiðast ekki í leiknum.

„Við ætlum að kíkja á skrítið – og eiginlega ljótt – atvik. Það er Marcus Morris, þeir eru engum líkir Morris-bræðurnir,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál Leiksins er myndir af því þegar Morris slær Ja Morant í andlitið er hann á leið upp að körfunni

„Ógeðslegt maður. Hann er aldrei að reyna við boltann. Þetta er bara fauti. Hann hefði getað slasað sig alvarlega,“ bætti sjokkeraður Hörður Unnsteinsson við.

Þetta og svo mikið meira verður til umræðu í Lögmáli leiksins sem hefst klukkan 21.55 á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Lögmál leiksins jarðar Marcus Morris

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×