Áttundi í röð hjá Boston Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 07:31 Jayson Tatum var í ham í sigri Boston Celtics gegn Atlanta Hawks. Getty/Maddie Malhotra Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks. Jayson Tatum fór fyrir liði Boston og skoraði 38 stig og tók tíu fráköst. Boston hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Atlanta í vetur og var 55-45 undir í hálfleik í gær, auk þess sem Trae Young skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks. Þá hrukku heimamenn hins vegar í gír og skoruðu tólf stig í röð, og þeir unnu þriðja leikhlutann raunar 42-23 og lögðu með því grunninn að sigrinum. Jayson Tatum was getting buckets all over the court as he lifted the @celtics to their 8th-straight-win! #BleedGreen@jaytatum0: 38 PTS | 10 REB | 4 3PM pic.twitter.com/eXYzERPdck— NBA (@NBA) February 13, 2022 Young var stigahæstur Atlanta með 30 stig og átti tíu stoðsendingar þar að auki. Eftir átta sigra í röð er Boston í sjötta sæti austurdeildarinnar, með 33 sigra og 25 töp, og laust við umspil fyrir úrslitakeppnina eins og staðan er núna. Atlanta er hins vegar í 10. sætinu með 26 sigra og 30 töp. Í hinum leik gærdagsins unnu Minnesota Timberwolves 129-120 útisigur gegn Indiana Pacers. Karl-Anthony Towns var í stóru hlutverki og skoraði 15 stig fyrir Minnesota og tók 13 fráköst. Anthony Edwards var stigahæstur með 37 stig. Hjá Indiana voru þeir Oshae Brissett og Tyrese Haliburton stigahæstir með 22 stig hvor. Minnesota er í 7. sæti vesturdeildarinnar með 30 sigra og 27 töp en Indiana er langt frá sæti í úrslitakeppni með 19 sigra og 39 töp, í þrettánda og þar með þriðja neðsta sæti austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Jayson Tatum fór fyrir liði Boston og skoraði 38 stig og tók tíu fráköst. Boston hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Atlanta í vetur og var 55-45 undir í hálfleik í gær, auk þess sem Trae Young skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks. Þá hrukku heimamenn hins vegar í gír og skoruðu tólf stig í röð, og þeir unnu þriðja leikhlutann raunar 42-23 og lögðu með því grunninn að sigrinum. Jayson Tatum was getting buckets all over the court as he lifted the @celtics to their 8th-straight-win! #BleedGreen@jaytatum0: 38 PTS | 10 REB | 4 3PM pic.twitter.com/eXYzERPdck— NBA (@NBA) February 13, 2022 Young var stigahæstur Atlanta með 30 stig og átti tíu stoðsendingar þar að auki. Eftir átta sigra í röð er Boston í sjötta sæti austurdeildarinnar, með 33 sigra og 25 töp, og laust við umspil fyrir úrslitakeppnina eins og staðan er núna. Atlanta er hins vegar í 10. sætinu með 26 sigra og 30 töp. Í hinum leik gærdagsins unnu Minnesota Timberwolves 129-120 útisigur gegn Indiana Pacers. Karl-Anthony Towns var í stóru hlutverki og skoraði 15 stig fyrir Minnesota og tók 13 fráköst. Anthony Edwards var stigahæstur með 37 stig. Hjá Indiana voru þeir Oshae Brissett og Tyrese Haliburton stigahæstir með 22 stig hvor. Minnesota er í 7. sæti vesturdeildarinnar með 30 sigra og 27 töp en Indiana er langt frá sæti í úrslitakeppni með 19 sigra og 39 töp, í þrettánda og þar með þriðja neðsta sæti austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira