Styrkjum íþróttafélögin í landinu Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 18:00 Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Íþróttir barna KSÍ Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun