Sport

Fyrsta sjónvarpaða kvennamótið í pílukasti fer fram í sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fallon Sherrock er brautryðjandi í pílukasti kvenna.
Fallon Sherrock er brautryðjandi í pílukasti kvenna. vísir/Getty

Nýlega kynnti atvinnumannadeildin í pílukasti til sögunnar mótið Betfred Women's World Matchplay þar sem átta konur taka þátt, en þetta verður fyrsta kvennamót PDC-samtakanna sem sýnt verður frá í sjónvarpi.

Mótið verður haldið þann 24. júlí og munu keppendurnir berjast um 25 þúsund punda verðlaunafé. Ekki nóg með það heldur mun sigurvegari mótsins vinna sér inn keppnisrétt á Grand Slam of Darts 2022.

„Við erum virkilega ánægð með að hafa bætt Betfred Women's Worlds Matchplay-mótinu á dagskránna okkar,“ sagði formaður PDC-samtakanna, Matt Porter, í samtali við Sky Sports.

„Við höfum lagt aukna áherslu á pílukast kvenna á undanförnum árum og okkur finnst eins og nú sé rétti tíminn til að gefa þessum keppendum sjónvarpaðan viðburð.“

Þeir átta keppendur sem hafa unnið sér inn mest verðlaunafé á fyrstu 12 PDC-viðburðum ársins vinna sér inn keppnisrétt á mótinu sem verður haldið sama dag og karlakeppnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×