Erlent

Vann rúman einn og hálfan milljarð í Eurojackpot

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Heppinn Slóveni var með fyrsta vinninginn í Eurojackpot.
Heppinn Slóveni var með fyrsta vinninginn í Eurojackpot. Vísir/Vilhelm

Heppinn Slóveni fékk fyrsta vinning í Eurojackpot og hlýtur tæpan 1,6 milljarð í sinn hlut. Tveir Þjóðverjar skipta með sér öðrum vinningi og fá þeir rúmar 131 milljónir króna hver.

Átta miðahafar skiptu með sér þriðja vinningi og fær hver vinningshafi 11,6 milljónir króna í sinn hlut. Sex miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir tveir í Litháen og Finnlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Heppnin var greinilega ekki með Íslendingum þessa vikuna en þó voru fjórir með annan vinning í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru í áskrift en einn var keyptur á heimasíðu Íslenskrar getspár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×