Körfubolti

Þægi­legt hjá Valencia

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin átti fínan leik í kvöld.
Martin átti fínan leik í kvöld. Borja B. Hojas/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia unnu mjög þægilegan sigur á Gran Canaria í ACB-deildinni í körfubolta, lokatölur 91-62.

Valencia byrjaði leikinn af krafti og leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta gengu heimamenn einfaldlega frá gestunum frá Kanarí, staðan í hálfleik 50-30 og leikurinn svo gott sem búinn.

Í síðari hálfleik hægðist á sóknarleik heimamanna en varnarleikurinn sá til þess að gestirnir komust aldrei inn í leikinn, lokatölur 91-62. Valencia fer þar með upp í 6. sæti með 20 stig, aðeins fjórum stigum á eftir Barcelona sem er í 2. sæti deildarinnar.

Martin skoraði fimm stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.