Segja Biden munu standa við loforð um að tilnefna svarta konu Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2022 07:53 Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gær. AP Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni standi við áður gefin loforð um að tilnefna svarta konu í stól hæstaréttardómara, nú þegar staða dómarans Stephen Breyer losnar í júní næstkomandi. Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51