Ríkisborgararéttur og Alþingi Jón Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 20:00 Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins. Málið er miklu einfaldara en þingmenn láta í veðri vaka. Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir árið 2018 við óeðlilega langan afgreiðslutíma um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Í ljós kom að almenna biðröðin eftir ríkisborgararétti var stífluð vegna þess að mjög stór hluti umsækjenda óskaði eftir því að umsóknir sínar yrðu sendar beint til Alþingis. Útlendingastofnun var síðan upptekin af því að vinna umsagnir til Alþingis um allar þennan fjölda. Einhverra hluta vegna hafði stofnunin komið upp því vinnulagi að þeir sem fóru fram hjá lögbundinni stjórnsýslu og sóttu um ríkisborgararétt með lagabreytingu frá Alþingi teknir fram fyrir þá sem lögðu einfaldlega inn almenna umsókn. „VIP-röð“ Alþingis var þannig orðin miklu lengri en almenna biðröðin og fáum var lengur hleypt inn úr almennu biðröðinni. Þessu breytti dómsmálaráðuneytið með löngum fyrirvara og lagði fyrir Útlendingastofnun að afgreiða umsóknir einfaldlega í þeirri röð sem þær berast. Það var nú allt og sumt. Í upphafi árs 2020 var almennur afgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun rúmir 16 mánuðir en með því að hætta að forgangsraða umsögnum um þau mál sem Alþingi fjallar um, hefur á skömmum tíma tekist að stytta hann niður í um 6 mánuði. Hér þarf að leiðrétta upphrópanir og rangar fullyrðingar þingmanna Útlendingastofnun hefur ekki neitað að afhenda gögn og heldur ekki neitað að afgreiða umsóknir. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun hafa ekki „vísað hvert á annað“ í þessu máli. Ráðuneytið ber fulla ábyrgð á þessu verklagi og hefur aldrei skorast undan ábyrgð á því. Ráðuneyti dómsmála tilkynnti Alþingi formlega um breytta forgangsröðun við vinnslu umsókna í júní á síðasta ári. Ráðuneytið hafnar því að hér sé verið að brjóta lög. Þvert á móti er verið að tryggja jafnræði fólks fyrir lögum með því að afgreiða umsóknir um ríkisborgararétt í þeirri röð sem þær berast. • Það verklag að setja allar almennar umsóknir um ríkisborgararétt í margra mánaða bið vegna þeirra sem sóttu beint um til Alþingis er brot á jafnræðisreglu. Umboðsmaður Alþingis hafði enda krafið ráðuneytið um svör við því hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við löngum afgreiðslutíma umsókna. • Virðingu Alþingis er engin hætta búin þótt gætt sé jafnræðis við meðferð þessara mála. Hugsanlega stafar virðingu þingsins meiri ógn af innistæðulausum stóryrðum. Árið 1998 var komið upp því almenna fyrirkomulagi að stjórnvöld veiti útlendingum ríkisborgararétt á grundvelli almennra krafna um búsetutíma o.fl. Um leið var settur sá varnagli að Alþingi gæti veitt útvöldum einstaklingum ríkisborgararétt með sérstökum lögum. Veiting ríkisborgararéttar með lögum frá Alþingi var alltaf hugsuð sem undantekning fremur en meginregla og var m.a. beitt til að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt árið 2005. Síðustu árin hefur raunin hins vegar orðið önnur. Árið 2015 fóru um 11% umsókna um ríkisborgararétt fyrir Alþingi en árin 2019-2020 var hlutfallið komið upp í 30-40%. Sérstaka athygli vakti að af síðarnefndu umsóknunum uppfylltu 68-82% ekki búsetuskilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt. Hjá Útlendingastofnun fer mikil vinna í að undirbúa umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis, vinna sem hefur gengið framar vinnu við almennar umsóknir og þannig tafið afgreiðslu þeirra. Þetta tvöfalda kerfi vegur mjög að jafnræði þeirra sem sækja um ríkisborgararétt. Meirihluti þeirra sem setjast að hér á landi bíða eftir því að öll lögmælt skilyrði séu uppfyllt áður en sótt er um ríkisborgararétt. Hins vegar fær stækkandi hópur ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi án þess að uppfylla skilyrði laga, og án nokkurs gagnsæis, enda ber Alþingi ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar um veitingu ríkisborgarréttar. Þannig er ekki upplýst hvað ræður niðurstöðu Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar. Svo dæmi sé tekið fengu á árunum 2005-2018 alls 840 manns ríkisborgararétt skv. lögum frá Alþingi. Í ljós hefur komið að fimmtungur þessara einstaklinga er ekki búsettur á Íslandi. Aukin heldur hafði áberandi stór hluti þeirra sem fengið hafa ríkisborgararétt frá Alþingi alla möguleika á að fá íslenskt ríkisfang með stjórnvaldsákvörðun, með því einungis að bíða þar til lögmæltum búsetutíma væri náð. Breytt verklag stuðlar bæði að jafnræði við afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og styttingu málsmeðferðar. Að þessu sögðu er það afdráttarlaus afstaða mín að Útlendingastofnun skuli áfram og eftirleiðis afgreiða beiðnir um umsagnir til Alþingis í þeirri röð sem þær berast, með sama hætti og aðrar umsóknir sem berast samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Heppilegast væri þó ef unnt væri að ná samstöðu um nauðsyn þess að þingið breyti því hvernig það fer með möguleika sína til að veita einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og að vönduð stjórnsýsla og jafnræði verði tekin fram yfir geðþóttaákvarðanir. Í umræðum um fundarstjórn forseta fóru þingmenn hver af öðrum rangt með staðreyndir máls sem kom fundarstjórn forseta auk þess ekki nokkurn skapaðan hlut við. Í þessum ranga málflutningi á röngum tíma varð þeim flestum tíðrætt um virðingu Alþingis. Kannski ætti það verkefni að efla virðingu Alþingis að byrja í túninu heima. Höfundur er innanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins. Málið er miklu einfaldara en þingmenn láta í veðri vaka. Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir árið 2018 við óeðlilega langan afgreiðslutíma um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Í ljós kom að almenna biðröðin eftir ríkisborgararétti var stífluð vegna þess að mjög stór hluti umsækjenda óskaði eftir því að umsóknir sínar yrðu sendar beint til Alþingis. Útlendingastofnun var síðan upptekin af því að vinna umsagnir til Alþingis um allar þennan fjölda. Einhverra hluta vegna hafði stofnunin komið upp því vinnulagi að þeir sem fóru fram hjá lögbundinni stjórnsýslu og sóttu um ríkisborgararétt með lagabreytingu frá Alþingi teknir fram fyrir þá sem lögðu einfaldlega inn almenna umsókn. „VIP-röð“ Alþingis var þannig orðin miklu lengri en almenna biðröðin og fáum var lengur hleypt inn úr almennu biðröðinni. Þessu breytti dómsmálaráðuneytið með löngum fyrirvara og lagði fyrir Útlendingastofnun að afgreiða umsóknir einfaldlega í þeirri röð sem þær berast. Það var nú allt og sumt. Í upphafi árs 2020 var almennur afgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun rúmir 16 mánuðir en með því að hætta að forgangsraða umsögnum um þau mál sem Alþingi fjallar um, hefur á skömmum tíma tekist að stytta hann niður í um 6 mánuði. Hér þarf að leiðrétta upphrópanir og rangar fullyrðingar þingmanna Útlendingastofnun hefur ekki neitað að afhenda gögn og heldur ekki neitað að afgreiða umsóknir. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun hafa ekki „vísað hvert á annað“ í þessu máli. Ráðuneytið ber fulla ábyrgð á þessu verklagi og hefur aldrei skorast undan ábyrgð á því. Ráðuneyti dómsmála tilkynnti Alþingi formlega um breytta forgangsröðun við vinnslu umsókna í júní á síðasta ári. Ráðuneytið hafnar því að hér sé verið að brjóta lög. Þvert á móti er verið að tryggja jafnræði fólks fyrir lögum með því að afgreiða umsóknir um ríkisborgararétt í þeirri röð sem þær berast. • Það verklag að setja allar almennar umsóknir um ríkisborgararétt í margra mánaða bið vegna þeirra sem sóttu beint um til Alþingis er brot á jafnræðisreglu. Umboðsmaður Alþingis hafði enda krafið ráðuneytið um svör við því hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við löngum afgreiðslutíma umsókna. • Virðingu Alþingis er engin hætta búin þótt gætt sé jafnræðis við meðferð þessara mála. Hugsanlega stafar virðingu þingsins meiri ógn af innistæðulausum stóryrðum. Árið 1998 var komið upp því almenna fyrirkomulagi að stjórnvöld veiti útlendingum ríkisborgararétt á grundvelli almennra krafna um búsetutíma o.fl. Um leið var settur sá varnagli að Alþingi gæti veitt útvöldum einstaklingum ríkisborgararétt með sérstökum lögum. Veiting ríkisborgararéttar með lögum frá Alþingi var alltaf hugsuð sem undantekning fremur en meginregla og var m.a. beitt til að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt árið 2005. Síðustu árin hefur raunin hins vegar orðið önnur. Árið 2015 fóru um 11% umsókna um ríkisborgararétt fyrir Alþingi en árin 2019-2020 var hlutfallið komið upp í 30-40%. Sérstaka athygli vakti að af síðarnefndu umsóknunum uppfylltu 68-82% ekki búsetuskilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt. Hjá Útlendingastofnun fer mikil vinna í að undirbúa umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis, vinna sem hefur gengið framar vinnu við almennar umsóknir og þannig tafið afgreiðslu þeirra. Þetta tvöfalda kerfi vegur mjög að jafnræði þeirra sem sækja um ríkisborgararétt. Meirihluti þeirra sem setjast að hér á landi bíða eftir því að öll lögmælt skilyrði séu uppfyllt áður en sótt er um ríkisborgararétt. Hins vegar fær stækkandi hópur ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi án þess að uppfylla skilyrði laga, og án nokkurs gagnsæis, enda ber Alþingi ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar um veitingu ríkisborgarréttar. Þannig er ekki upplýst hvað ræður niðurstöðu Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar. Svo dæmi sé tekið fengu á árunum 2005-2018 alls 840 manns ríkisborgararétt skv. lögum frá Alþingi. Í ljós hefur komið að fimmtungur þessara einstaklinga er ekki búsettur á Íslandi. Aukin heldur hafði áberandi stór hluti þeirra sem fengið hafa ríkisborgararétt frá Alþingi alla möguleika á að fá íslenskt ríkisfang með stjórnvaldsákvörðun, með því einungis að bíða þar til lögmæltum búsetutíma væri náð. Breytt verklag stuðlar bæði að jafnræði við afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og styttingu málsmeðferðar. Að þessu sögðu er það afdráttarlaus afstaða mín að Útlendingastofnun skuli áfram og eftirleiðis afgreiða beiðnir um umsagnir til Alþingis í þeirri röð sem þær berast, með sama hætti og aðrar umsóknir sem berast samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Heppilegast væri þó ef unnt væri að ná samstöðu um nauðsyn þess að þingið breyti því hvernig það fer með möguleika sína til að veita einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og að vönduð stjórnsýsla og jafnræði verði tekin fram yfir geðþóttaákvarðanir. Í umræðum um fundarstjórn forseta fóru þingmenn hver af öðrum rangt með staðreyndir máls sem kom fundarstjórn forseta auk þess ekki nokkurn skapaðan hlut við. Í þessum ranga málflutningi á röngum tíma varð þeim flestum tíðrætt um virðingu Alþingis. Kannski ætti það verkefni að efla virðingu Alþingis að byrja í túninu heima. Höfundur er innanríkisráðherra.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun