Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar 21. nóvember 2025 09:31 Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kristín Thoroddsen Umferð Vegagerð Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun