Handbolti

Ís­lendingar munu styðja Dani í kvöld: „Vi er røde vi er hvi­de!“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KOMA SVO!
KOMA SVO! Henk Seppen/Getty Images

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður Íslands, mun styðja frændur vora Dani er þeir mæta Frökkum á EM í handbolta í kvöld. Það á einnig við um Twitter-samfélagið hér á landi.

Magnaður sigur Íslands á Svartfjallalandi þýðir að Ísland á enn möguleika á að komast í undanúrslit EM í handbolta. Til þess að það verði að raunveruleika þarf Danmörk að leggja Frakkland síðar í kvöld. 

Bjarki Már ætlar augljóslega að styðja Dani og þá hefur margur Íslendingurinn biðlað til Danmerkur að hjálpa strákunum okkar að komast í undanúrslit.

Maríanna gæti tekið sér frí á morgun ef Danir tapa leik kvöldsins.

Fólk virðist sammála um að hætta eigi að kenna dönsku ef Danir vinna ekki í kvöld.

Fólk gekk svo langt að tjá sig á dönsku.

Leikur Danmerkur og Frakklands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Verður hann í beinni textalýsingu á Vísi. Að honum loknum verður ljóst hvort Ísland fer í undanúrslit eða ekki.


Tengdar fréttir

Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu

„Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits.

„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“

„Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM.

Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi

Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×