Sport

Dagskráin í dag: Golf, körfubolti og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar heimsækja Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld.
Haukar heimsækja Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Körfuboltinn verður fyrirferðamikill á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en ásamt körfunni verður einnig boðið upp á golf og rafíþróttir.

Það er golfið sem ríður á vaðið í dag. Klukkan 17:30 hefst bein útsending frá Farmers Insurance Open á Stöð 2 Golf, en það er hluti af PGA-mótaröðinni

Þá eru tveir leikir í Subway-deild kvenna á dagskrá í kvöld. Klukkan 18:05 hefst bein útsending frá Suðurnesjaslag Grindavíkur og Njarðvíkur á Stöð 2 Sport, áður en Keflavík tekur á móti Haukum klukkan 20:05 á sömu rás.

Það er einnig leikið í spænska körfuboltanum í kvöld, en klukkan 19:20 hefst bein útsending frá viðureign Zaragoza og UCAM Murcia í spænsku ACB-deildinni þar sem Tryggvi Hlinason verður í eldlínunni.

Að lokum hefst bein útsending frá þættinum Babe Patrol klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila í Babe Patrol ætla að valda usla í Verdansk í hinum vinsæla leik Call of duty: Warzone.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.